Vinnueftirlitið

Vinnueftirlitið

Markmið Vinnueftirlitsins Öll heil heim
Vinnueftirlitið
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Hjá Vinnueftirlitinu starfar metnaðarfullur og samheldinn hópur sem leggur áherslu á að ná fram því markmiði að öll komi heil heim úr vinnu. Við leitumst við að vera fyrirmyndarvinnustaður á sviði vinnuverndar og viljum að fagþekking starfsfólks sé eftirsótt til ráðgjafar í íslensku atvinnulífi. Við störfum saman í fagteymum og höfum skilvirka og vandaða stjórnsýslu að leiðarljósi. Vinnueftirlitið býður fjölskylduvænt starfsumhverfi, samkeppnishæf starfskjör og tækifæri til að þróast og þroskast í starfi.

Græn skref

Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.

Mannauðshugsandi vinnustaðir 2022

Til að vera meðal leiðandi íslenskra vinnustaða sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi vinnustaðir þarf að hafa á 12 mánaða tímabili keyrt mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna vinnustaðarins í hverjum ársfjórðungi eða frá fjórum til tólf sinnum á líðandi ári.

Jafnvægisvog FKA

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Heilsueflandi vinnustaður

Heilsueflandi vinnustaður hefur það að markmiði að stuðla að góðri heilsu og vellíðan starfsfólks.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík

51-200

starfsmenn

Fjarvinna

Starfsfólk getur óskað eftir að gera samning um fjarvinnu, henti það því og starfinu.

Matur

Aðgengi að hollum og næringaríkum mat

Vinnutími

36 stunda vinnuvika

Nýjustu störfin

Engin störf í boði