Stéttafélagið ehf.

Stéttafélagið ehf.

Vinnustaðurinn
Stéttafélagið ehf.
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Stéttafélagið ehf. er öflugt verktakafyrirtæki með yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttum framkvæmdum á sviði jarðvinnu, lagnavinnu, nýbygginga og yfirborðsfrágangs. Félagið var stofnað árið 2000 og hefur frá upphafi lagt áherslu á fagmennsku, skilvirkni og áreiðanleika. Við störfum að mestu á útboðsmarkaði og höfum byggt upp traust langtímasamstarf við sveitarfélög, veitufyrirtæki og opinberar stofnanir. Verkefnin okkar tengjast uppbyggingu innviða samfélagsins – allt frá grunnvinnu við nýbyggingar og gerð leikskólalóða yfir í endurnýjun veitukerfa og lóðafrágang. Stéttafélagið tekur einnig að sér smíði, endurnýjun og viðhald mannvirkja, svo sem skólabygginga og annarra opinberra fasteigna. Að auki þróum við eigin byggingarverkefni og höfum byggt og selt bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Dæmigerð verkefni: - Gerð gatna og göngu-/hjólreiðastíga - Lagnavinna og endurnýjun veitukerfa - Frágangur á leik- og grunnskólalóðum - Lóðaframkvæmdir við íbúðar- og atvinnuhúsnæði - Nýbyggingar, viðhald og þjónustuverkefni, s.s. snjómokstur Félagið starfar eftir vottuðum gæðastöðlum (ISO 9001), umhverfisstjórnunarstöðlum (ISO 14001) og öryggiskerfum (ISO 45001). Þannig tryggjum við skipulagða framkvæmd, öruggt starfsumhverfi og ábyrg vinnubrögð á hverjum verkstað. Stéttafélagið leggur áherslu á gott skipulag, skýr samskipti og árangursríkt samstarf við alla verkkaupa – og skilar verkefnum af öryggi, á réttum tíma og samkvæmt hæstu kröfum.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2023

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2024

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2022

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2023

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

Breiðhella 12
100
ISO45001
Meira - Um Stéttafélagið
Um Stéttafélagið ehf.

11-50

starfsmenn

2000

stofnár

90%

10%

Heilsa

ISO 45001 Öryggisstjórnunarkerfi með áherslu á heilsu og öryggi starfsmanna og samstarfsaðila.

Vinnutími

Vinnutími milli 08:00-17:00, og 08:00-16:00 á föstudögum

Nýjustu störfin

Engin störf í boði