
Smáraskóli
Virðing - vöxtur - viska - víðsýni

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Smáraskóli er heildstæður grunnskóli fyrir börn frá 1. – 10. bekk. Hann er staðsettur við Dalsmára 1, í næsta nágrenni við íþróttahúsið í Smáranum.
Í skólastarfinu hefur menntun og mannrækt ætíð verið höfð að leiðarljósi en Smáraskóli er skóli þar sem öllum á að líða vel, jafnt börnum, starfsmönnum og foreldrum. Gildin sem Smáraskóli byggir starf sitt á endurspeglast í einkunnarorðum skólans og ýta undir jákvæðan skólabrag. Einkunnarorðin eru virðing, vöxtur, viska og víðsýni. Við viljum að jafnvægi, kurteisi og virðing einkenni samskipti allra í skólasamfélaginu. Við einbeitum okkur að mannrækt og leggjum okkur fram við að skapa gott skólastarf og gott skólaumhverfi.

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Heimsmarkmiðin
Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.

Barnvænt sveitarfélag
Barnvæn sveitarfélög er verkefni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi. Verkefnið byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative (CFCI), sem hefur verið innleitt í þúsundum sveitarfélaga út um allan heim frá árinu 1996.

Heilsueflandi samfélag
Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl.
Dalsmári 1, 201 Kópavogur
Hreyfing
Frítt í sund
Líkamsræktaraðstaða
Líkamsræktarstyrkur
Vinnutími
Styttri vinnuvika
Nýjustu störfin
Engin störf í boði