
Slippurinn Akureyri ehf
Vinnustaðurinn

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur.
Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu.
Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum.
Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall
ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.
Naustatangi 2, 600 Akureyri


51-200
starfsmenn
Hreyfing
Heilsustyrkur árlega
Matur
Niðurgreiddur matur í mötuneyti
Vinnutími
Á vinnustaðnum er mikið lagt upp úr jákvæðri upplifun í vinnu og einkalífi og nái að samræma vinnu og fjölskyldu- og einkalíf. Vinnutími er sveigjanlegur sé þess kostur.
Skemmtun
Slippurinn og starfsmannafélag Slippsins standa fyrir nokkrum viðburðum ár hvert s.s. árshátíð, fjölskyldudegi, jólahlaðborð, pub quiz, leiksýningum og fjölda annara tilfallandi viðburða.

Nýjustu störfin
Engin störf í boði
