Landfari ehf.

Landfari ehf.

Snúum hjólum atvinnulífsins
Landfari ehf.
Um vinnustaðinn
Landfari ehf. er með umboð fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið meðal mest seldu atvinnutækja landsins. Fyrirtækið er systurfélag bílaumboðsins Öskju, Dekkjahallarinnar og bílaumboðsins Unu. Móðurfélagið er Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape sem er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims. Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílar eru þekktir fyrir gæði og áreiðanleika og eru mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins notendur þeirra, hvort sem er í vörudreifingu, jarðvinnu, ferðaþjónustu eða þjónustuviðhaldi. Landfari er þjónustuumboð fyrir Hammar gámalyftur og sölu- og þjónustuumboð fyrir Wabco, Knorr-Bremse, VAK vagna og Faymonville vagna. Höfuðstöðvar Landfara eru til húsa í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ en auk þess hefur Landfari starfsstöðvar í Klettagörðum 5 og einnig í Álfhellu 15 Hafnarfirði.

Jafnlaunavottun

VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2025

Desjamýri 10, 270 Mosfellsbær

11-50

starfsmenn

Matur

Niðurgreiddur matur