
Skólamatur
Fyrir mikilvægasta fólkið

Um vinnustaðinn
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik- og grunnskóla.
Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri.
Hjá Skólamat starfa um 200 starfsmenn. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í 5 ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Markmið Skólamatar er að ráða, efla og halda hæfu og reynslumiklu starfsfólki.
Gildi Skólamatar eru: Jákvæðni, fjölskylda og virðing.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2020
Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2021
Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2022
Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2023
Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Heilsueflandi vinnustaður
Heilsueflandi vinnustaður hefur það að markmiði að stuðla að góðri heilsu og vellíðan starfsfólks.

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær

Mannauður
Mannauðsstefna Skólamatar tekur mið af gildum okkar sem eru jákvæðni, virðing og fjölskylda. Allt starfsfólk Skólamatar hefur rödd innan fyrirtækisins og tilheyrir Skólamatarfjölskyldunni. Markmið Skólamatar er að fylgja eftir jafnréttis- og jafnlaunastefnu og að stuðla að vellíðan starfsfólks.
Jafnrétti
Það er stefna Skólamatar að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki kynbundinni eða kynferðislegri áreitni. Meðvirkni starfsmanna í slíkum tilvikum er jafnframt fordæmd. Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá. Sérstök áhersla er lögð á hafa jafna stöðu kynjanna í stjórnunar-og áhrifastöðum.

201-500
starfsmenn
Matur
Heitur matur í hádeginu
Búnaður
Vinnufatnaður
Skemmtun
Viðburðarnefnd sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
Vinnutími
Fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlegum vinnutíma
Samgöngur
Samgöngustyrkur
Hreyfing
Árlegur íþróttastyrkur