Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri

Fagmennska Umhyggja Samvinna
Sjúkrahúsið á Akureyri
Um vinnustaðinn
Sjúkrahúsið á Akureyri er lifandi og metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 800 manns starfa saman í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Sjúkrahúsið gegnir lykilhlutverki í bráðaþjónustu og sérhæfðum meðferðum og er miðstöð læknisfræðilegrar þjónustu sjúkraflugs á Íslandi. Við veitum framúrskarandi heilbrigðisþjónustu með áherslu á fagmennsku, umhyggju og samvinnu. Hér eru dýrmæt tækifæri til að vinna í sérhæfðu og fjölbreyttu starfsumhverfi og þróa faglega hæfni þar sem áhersla er lögð á lærdóm, fagmennsku og mannlega nálgun. Komdu í lið með okkur og taktu þátt í að gera Sjúkrahúsið á Akureyri enn betra! Við tökum vel á móti nýju starfsfólki.

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Eyrarlandsvegur, 600 Akureyri
Störf hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri
Auglýst störf á Sjúkrahúsinu á Akureyri eru birt á Facebook og Starfatorgi
Komdu í lið með okkur!
Myndband af stemmingunni hjá okkur á Sjúkrahúsinu á Akureyri

501-1000

starfsmenn

Heilsa

Velferðartorg - þjónusta og meðferð fyrir starfsfólk hjá ýmsum sérfræðingum

Vinnutími

36 klst. vinnuvika

Matur

Fjölbreytt og gott mötuneyti

Hreyfing

Líkamsræktar styrkur og upphituð og læst hjólageymsla