Sjáland - Matur & Veisla

Sjáland - Matur & Veisla

Vinnustaðurinn
Sjáland - Matur & Veisla
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Nýr og glæsilegur veitingastaður og veislusalur í Sjálandi Garðabæ sem opnar í 2020. Við bjóðum uppá veisluþjónustu fyrir allar gerðir af veislum, fundarhöldum og ráðstefnum. Frábær staðsetning og næg bílastæði. Veislusalur Sjálands tekur allt að 200 manns í sæti, ásamt því að veitingastaður Sjálands tekur 100 í sæti, hægt er að opna á milli veislusals og veitingahúss sem býður uppá skemmtilega möguleika eins og fyrir fordrykki. Starfsfólk Sjálands býr yfir mikilli reynslu og þekkingu þegar kemur að skipulagi og utanumhaldi á flottum,faglegum og virðulegum veislum eða viðburðum. Sjáland leggur mikinn metnað í fagleg vinnubrögð og skipulagning fer fram í nánu samstarfi við okkar viðskiptavini. Okkar markmið er að halda með þér veislu eða ráðstefnu sem lifa lengi í minningunni. Veislusalurinn hentar vel fyrir viðburði eins og fundi, ráðstefnur, árshátíðir, brúðkaupsveislur, móttökur og erfidrykkjur. Stórir gluggar eru í salnum sem bjóða uppá frábæra dagsbirtu og hægt er að opna út á sumrin sem býður upp á enn fegurra útsýni yfir Arnarnesvoginn. Við erum með fjölbreytta veislumatseðla fyrir hvert tilefni, ásamt því að við getum aðlagað veisluna að þínum þörfum. Láttu fagfólk sjá um veisluna þína, sem býr að þekkingu og reynslu fyrir öll tilefni. Sjáland / Ránargrund 4 /210 Garðabær
Ránargrund 3, 210 Garðabær
Nýjustu störfin

Engin störf í boði