
Seðlabanki Íslands
Vinnustaðurinn

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt og hvetjandi starfsumhverfi sem einkennist af trausti, fagmennsku, þekkingu og framsækni.

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnvægisvog FKA
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

ISO 27001 - Stjórnkerfi upplýsingaöryggis
Vottun stofnana upplýsingaöryggiskerfa veitir stofnunum sem hafa sýnt fram á að þeir hafa innleitt kerfi til að stjórna upplýsingaöryggi

Græn skref
Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Mannauðsstefna
Mannauðsstefna Seðlabanka Íslands tekur mið af því lykilhlutverki bankans að gæta almannahagsmuna, með því að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Stefnan miðar að því að byggja upp trausta liðsheild, með áherslu á virðingu og vellíðan, jafnrétti, þekkingu, fagmennsku og framsækni. Þannig stuðlar hún að því að bankinn nái markmiðum sínum með skilvirkum og árangursríkum hætti.
Jafnlaunastefna
Það er stefna Seðlabankans að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara og réttinda fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá bankanum. Stefnan tekur til alls starfsfólks Seðlabanka Íslands og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki bankans þau réttindi sem kveðið er á um í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála.
201-500
starfsmenn
Samgöngur
Góður samgöngustyrkur
Fjarvinna
Sveigjanlegt vinnuumhverfi
Matur
Hollur og góður matur í framúrskarandi mötuneyti
Húsnæði
Opin vinnurými/næðisrými/góð fundaraðstaða
Líkamsræktaraðstaða
Aðgengi að líkamsrækt
Heilsa
Ýmsar aðgerðir sem styðja við heilsu og vellíðan starfsfólks
Nýjustu störfin
Engin störf í boði