Samherji Fiskeldi

Samherji Fiskeldi

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Nýr og glæsilegur Eldisgarður Samherja Fiskeldis er nú að rísa í Auðlindagarðinum á Reykjanesi. Verkefnið er að fullu fjármagnað og þar verður árlega framleiddur allt að 40.000 tonna hágæða lax, með nýjustu tækni sem völ er á í sjálfbæru fiskeldi. Um er að ræða framsækið og umhverfisvænt framtak sem mun skapa fjölda framtíðarstarfa á svæðinu – og nú er tækifærið þitt til að vera með frá byrjun. Verkefnið mun skapa einstök tækifæri til fullnýtingar orkustrauma m.a. frá jarðvarmavirkjunum á Reykjanesi. Markmið verkefnisins er að framleiða lax með lágt vistspor með hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Allt framleiðsluferlið verður á sama stað, frá innsetningu hrogna að fullunnum hágæðaafurðum. Samherji Fiskeldi hefur verið stórframleiðandi á laxi og bleikju í yfir 20 ár og rekur eingöngu landeldisstöðvar.
Auðlindagarðurinn
Nýjustu störfin

Engin störf í boði