
Sahara
Alhliða þjónustu í stafrænni markaðssetningu

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Sahara er í senn auglýsingastofa og framleiðslufyrirtæki sem býður upp á heildstæða lausn á sviði markaðssetningar. Hjá fyrirtækinu starfa 25 sérfræðingar og er fyrirtækið í örum vexti, bæði hér heima og erlendis.
Nýlega fékk Sahara viðurkenningu frá Great Place To Work fyrir að vera Frábær vinnustaður fyrir konur árið 2024 auk þess að hafa hlotið viðurkenninguna 8. besti vinnustaður Evrópu árið 2022 í flokki lítilla (e. small) fyrirtækja.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2022

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2022
Great Place to Work

Jafnvægisvog FKA

Heilsueflandi vinnustaður

Heimsmarkmiðin
Vatnagarðar 8, 104 Reykjavík

Sjálfbærniuppgjör
Markmið SAHARA er að rekstur þess sé til fyrirmyndar og því ekki eingöngu horft til fjárhagslegra markmiða heldur einnig hvernig við getum stuðlað að sjálfbærri þróun með því að vinna út frá UFS viðmiðum. SAHARA ætlar að vinna að heilindum að því að lágmarka bæði bein og óbein neikvæð UFS áhrif þess og styðja framgang Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. SAHARA mun beita sér fyrir því að hafa jákvæð áhrif á alla sína hagaðila í vegferðinni að sjálfbærni. Stjórn ber ábyrgð á þessari sjálfbærnistefnu. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á framfylgni hennar. Stefnan skal endurskoðuð árlega.
SAHARA Academy
SAHARA Academy er skóli í stafrænni markaðssetningu sem kennir jöfnum höndum fræðilega þekkingu og verklega færni í faginu. Nemendur læra að setja upp herferðir og mæla árangur þeirra í auglýsingakerfum miðla eins og Facebook, Instagram, Google og Youtube, og glíma við raunveruleg verkefni fyrir alvöru viðskiptavini. Skólinn er átta vikna nám undir handleiðslu skólastjóra og sérfræðinga SAHARA. Í gegnum námið munu nemendur takast á við fjölbreytt próf á vegum skólans auk þess að gangast undir próf frá Meta og Google sem vottar þau sem sérfræðinga í faginu.

11-50
starfsmenn
Hreyfing
Fjarvinna
Matur
Heilsa
Búnaður
Skemmtun
Húsnæði
Vinnutími

Nýjustu störfin
Engin störf í boði
SAHARA FESTIVAL
SIMPLIFYING DIGITAL MARKETING. We introduce to you the SAHARA Festival, a festival-style conference with some of the world’s leading marketing leaders taking to the stage in Reykjavik city with the theme of Simplifying Digital Marketing.



