SÁÁ
SÁÁ ...allt annað líf
Um vinnustaðinn
SÁÁ er almannasamtök með um sjö þúsund félagsmenn. Samtökin annast rekstur fjögurra meðferðarstofnana þar sem heilbrigðisstarfsmenn veita áfengis- og vímuefnasjúklingum faglega heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki.
Þetta eru sjúkrahúsið Vogur, Vík á Kjalarnesi og göngudeildirnar í Von, Efstaleiti 7 í Reykjavík og Hofsbót 4 á Akureyri.
Mannauðshugsandi vinnustaðir 2022
Til að vera meðal leiðandi íslenskra vinnustaða sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi vinnustaðir þarf að hafa á 12 mánaða tímabili keyrt mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna vinnustaðarins í hverjum ársfjórðungi eða frá fjórum til tólf sinnum á líðandi ári.
Mannauðshugsandi vinnustaðir 2021
Til að vera meðal leiðandi íslenskra vinnustaða sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi vinnustaðir þarf að hafa á 12 mánaða tímabili keyrt mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna vinnustaðarins í hverjum ársfjórðungi eða frá fjórum til tólf sinnum á líðandi ári.
Jafnvægisvog FKA
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
Heilsueflandi vinnustaður
Heilsueflandi vinnustaður hefur það að markmiði að stuðla að góðri heilsu og vellíðan starfsfólks.
Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Stórhöfða 45, 110 Reykjavík
51-200
starfsmenn
Matur
Matreiddur er hollur og fjölbreyttur matur á flestum starfsstöðum SÁÁ og hádegismaturinn er niðurgreiddur fyrir starfsfólk.
Skemmtun
SÁÁ og starfsmannafélagið, skipuleggja fjölda viðburða á ári hverju, m.a. glæsilega árshátíð, fjölskyldudag, jólaball, fjölskyldugrill o.s.frv.
Vinnutími
SÁÁ býður upp á hámarksstyttingu vinnutímans sem felur í sér 36 klst vinnuviku.