Reykjadalur

Reykjadalur

Vinnustaðurinn
Reykjadalur
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa vel þeirri starfsemi sem fram fer í Reykjadal, en þar rekur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni. Í Reykjadal eiga börnin ævintýradaga í frábæru umhverfi. Lögð er áhersla á íþróttir og leiki, útivist og sköpun. Sundlaug og heitur pottur eru á staðnum auk hesta sem gestir Reykjadals hafa aðgang að. Árlega dveljast um 250 börn í Reykjdal á aldrinum 8-21 árs. Börnin koma alls staðar að af landinu. Forstöðumaður Reykjadals er Margrét Vala Marteinsdóttir. Hægt er að ná í hana í síma 535-0907 eða með því að hringja í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í síma 535-0900. Netfang [email protected]. Frá maílokum fram í miðjan ágúst er boðið upp á sumardvöl og yfir vetrarmánuðina er boðið upp á helgardvöl. Hvert barn getur dvalið í sex daga eða 13 daga yfir sumartímann og tvær helgar yfir vetrartímann.
Reykjadalur 1 123740
Nýjustu störfin

Engin störf í boði