Rauði krossinn á Íslandi

Rauði krossinn á Íslandi

Vinnustaðurinn
Rauði krossinn á Íslandi
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Rauði krossinn á Íslandi er hluti af stærstu mannúðar- og hjálparsamtökum heims. Allt starf Rauða krossins miðar að því að bregðast við og aðstoða þar sem neyðin er mest. Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans veita aðstoð og dreifa hjálpargögnum í hverju landi fyrir sig. Þannig tryggir Rauðakrosshreyfingin að hjálpin komist beint til skila til þeirra hópa sem mest þurfa á aðstoð að halda. Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru 190 en einungis eitt Rauða kross félag má starfa í hverju landi. Saman mynda Alþjóðaráð Rauða krossins, Alþjóðasambandið og landsfélögin, alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Umhverfisstefna
Umhverfisstarfið er eðlilegur hluti í starfi Rauða krossins. Með því að halda utan um umhverfisstarfið er hægt að sýna fram á í hverju það felst, fylgjast með þróun þess og gera það sýnilegra. Rauði krossinn mun vekja athygli á neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga á hin fátækari ríki og hvetja stjórnvöld til að virða alþjóðlegar skuldbindingar í umhverfis- og loftlagsmálum. Í starfi Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru loftslags-, umhverfis- og mannúðarmál samtvinnuð. Rauða kross hreyfingin á að vera fyrirmynd í umhverfisvænni hugsun, háttum og starfi, sem aftur leiðir af sér aukin lífsgæði fyrir þá sem höllum fæti standa. Rauði krossinn mun beita sér fyrir því að alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans móti umhverfisstefnu sem væri hugsuð sem grunnur fyrir landsfélögin. Fyrir utan ávinning náttúrunnar sjálfrar og umhverfisins, fylgir umhverfisstarfinu m.a. beinn rekstrarsparnaður. Þess utan sýnir Rauði krossinn með góðu orðspori í umhverfismálum samfélagslega ábyrgð og eflir með því enn meir ímynd félagsins. Mikilvægur þáttur í virkri umhverfisstefnu er þátttaka allra. Til að svo megi verða mun Rauði krossinn leggja sig fram um að efla umhverfisvitund innan félagsins og áhuga á mikilvægi umhverfismála með reglulegri fræðslu og þjálfun.
Nýjustu störfin

Engin störf í boði