Persónuvernd

Persónuvernd

Vinnustaðurinn
Persónuvernd
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Hlutverk Persónuverndar er að gæta hagsmuna almennings þannig að mannréttindi séu ekki brotin við meðferð persónuupplýsinga. Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum. Persónuvernd er leiðandi á sviði persónuverndar og meðferðar persónuupplýsinga á Íslandi og leitast við að tryggja að stofnanir og einkaaðilar þekki og fari eftir lögum og reglum um meðferð persónuupplýsinga. Stofnunin eflir þekkingu, vitund og skilning almennings á áhættu, reglum, verndarráðstöfunum og réttindum í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga í þeim tilgangi að almenningur geti staðið vörð um réttindi sín og friðhelgi, svo og vitund ábyrgðaraðila og vinnsluaðila um skyldur sínar. Persónuvernd hefur skýra sýn á hlutverk sitt og ábyrgð í samfélaginu. Gildi stofnunarinnar eru þekking, trúverðugleiki og fagmennska og samanstendur innra og ytra starf stofnunarinnar af þessum þáttum sem unnið er af samheldnum og traustum mannauði.

Græn skref

Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.
Rauðarárstígur 10, 105 Reykjavík

11-50

starfsmenn

Fjarvinna

Nýjustu störfin

Engin störf í boði