
Penninn Eymundsson

Um vinnustaðinn
Eymundsson er hin sígilda íslenska bókabúð, með verslanir um land allt með afbragðsgott úrval af bókum, tímaritum og öðru lesefni á íslensku og erlendum tungumálum.
Í verslunum Eymundsson er þægilegt andrúmsloft, fjölþætt þjónusta og reynslumikið starfsfólk sem veitir upplýsingar um og afgreiðir; námsbækur og vörur fyrir öll skólastig, allt sem þarf til tækifærisgjafa, ferðavörur, spil og skákvörur, tónlist, minjagripi, uppbyggileg leikföng og föndurvörur.
Starfsmenn Eymundsson eru rúmlega 200. Skiptiborð okkar gefur samband við allar verslanir í síma 540-2000.
Vörumerki og verslanir Eymundsson eru í eigu Pennans ehf.
Skeifan 10, 108 Reykjavík