Ölgerðin

Ölgerðin

Vinnustaðurinn
Ölgerðin
Um vinnustaðinn
Lykillinn að velgengni fyrirtækja er að hluta fólginn í mannauði þeirra. Við drögum að og höldum hæfasta starfsfólkinu með hvetjandi fyrirtækjamenningu án fordóma og með áherslu á jafna möguleika. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur af skapandi og framsæknu fólki. Sjálfbærni er samofin menningu, við eyðum allri sóun og nýtum okkur stafræna tækni til umbóta sem skapar okkur samkeppnisforskot. Við sinnum hverjum viðskiptavini og birgja eins og hann væri okkar eini og setjum aðeins þau vörumerki á markað sem eru, eða hafa möguleika á að vera, fremst í sínum flokki. Við erum keppnis, gerum hlutina fyrr og betur en aðrir og leggjum metnað í að skapa eftirsóttasta vinnustað landsins. Markmið Ölgerðarinnar er að hafa yfir að ráða vel menntuðu, hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Starfsfólk Ölgerðarinnar stefnir samstíga í átt að framtíðarsýn fyrirtækisins, að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda. Fjölbreyttur bakgrunnur starfsmanna gerir vinnustaðinn skemmtilegan.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Í sinni ein­föld­ustu mynd felst sam­fé­lags­ábyrgð í því að fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og hverskyns skipu­lags­heild­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á um­hverf­ið, stjórn­ar­hætti og sam­fé­lag­ið.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Heimsmarkmiðin

Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.

Kolviður

Fyrirtækið hefur bundið kolefni á móti losun tengdri starfsemi (að hluta eða öllu leyti)

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.

VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2023

VR veitir 15 fyrirtækjum í hverjum stærðarflokki viðurkenninguna Fyrirtæki ársins út frá viðhorfi starfsmanna til helstu lykilþátta í starfsumhverfinu. Þeir eru stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuaðstaða, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, ímynd, ánægja og jafnrétti.
Grjótháls 7-11, 110 Reykjavík
380
Starfsmenn
Starfsmenn

201-500

starfsmenn

Heilsa

Starfsfólk fær heilsustyrk einu sinni á ári sem hægt er að nýta fyrir líkamlega og/eða andlega heilsu

Samgöngur

Samgöngustyrkur til starfsfólks sem kýs að koma til vinnu með vistvænum hætti

Matur

Mötuneytið okkar á Egilstorgi býður frían morgunmat og niðurgreiddan fjölbreyttan hádegis-og kvöldmat

Skemmtun

Starfsmannafélagið Mjöður heldur uppi öflugu félagslífi og stendur fyrir fjölbreyttum uppákomum og fleira skemmtilegu