Nói Síríus

Nói Síríus

Vinnustaðurinn
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Um 150 manns vinna nú hjá Nóa Síríus. Framleiðir fyrirtækið fjöldann allan af sælgætistegundum af mörgum stærðum og gerðum. Á meðal framleiðsluvara fyrirtækisins er súkkulaði af ýmsu tagi undir heitinu Síríus, pokavörur með brjóstsykri, karamellum, rúsínum og fleira sælgæti undir Nóa heitinu, töflur með ýmsum bragðtegundum undir heitinu Opal og Tópas, hálsbrjóstsykur undir heitinu Háls og svo auðvitað konfekt og páskaegg. Vöruúrvalið eykst stöðugt og umbúðir og markaðsaðgerðir taka örum breytingum í samræmi við kröfur markaðarins og tækninýjungar. Starfsemin einskorðast þó ekki við framleiðslu eins og fram hefur komið og er talsvert flutt inn af sælgæti, til dæmis frá fyrirtækjum eins og Valor og Candy Plus, auk Kellogg’s morgunkorns. Nói Síríus hefur mest allan feril sinn verið í eigu sömu fjölskyldu, en 80% hlutafjár er nú í eigu þriggja eignarhaldsfélaga sem tengjast fjölskylduböndum. Árið 2005 lét Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir af stöðu stjórnarformanns eftir rúmlega fimmtíu ára setu, en núverandi stjórnarformaður er Áslaug Gunnarsdóttir. Nói Síríus byggir á gömlum grunni og nýtur þess að hafa haft tækifæri til að vaxa með þjóðinni um langt árabil. Óheft samkeppni mörg undanfarin ár hefur einnig hert fyrirtækið og eflt, og hefur það ríka ástæðu til að líta framtíðina björtum augum.
Hestháls 2-4, 110 Reykjavík
Nýjustu störfin

Engin störf í boði