N1
Vinnustaðurinn
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
N1 sér fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, raforku, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Okkar hlutverk er að halda samfélaginu á hreyfingu með persónulegri þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvert sem ferð þeirra er heitið.
N1 sparar viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn með þéttu neti þjónustustöðva og umbunar þeim með margvíslegum ávinningi af viðskiptunum, m.a. með N1 kortinu sem safnar punktum og nýtast á N1 stöðvum um land allt.
N1 starfar út frá þremur grunngildum sem eru: virðing, einfaldleiki og kraftur. Við sýnum hvert öðru virðingu, veitum þjónustu sem við getum verið stolt af og berum virðingu fyrir umhverfinu. Við leggjum okkur fram við að einfalda líf viðskiptavina okkar og liðsinna með góðu aðgengi að vörum okkar og þjónustu. Við hleypum krafti í samfélagið með öflugri dreifingu og afgreiðslu eldsneytis en einnig með stuðningi við hreyfingu, heilsubót og góð málefni sem auðga mannlífið.
Vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir um land allt, fyrsta flokks dekkja- og smurþjónusta og öflug fyrirtækjaþjónusta gera N1 að sterkri heild sem er mikilvægur hluti af íslensku samfélagi.
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Mannauðsstefna N1
Mannauðsstefna N1 endurspeglar þá staðreynd að einn mikilvægasti auður félagsins er fólginn í starfsfólkinu, þekkingu þess og færni. Stefna félagsins er að laða að og halda í hæft og traust starfsfólk. Það er gert með því að skapa starfsfólki gott og hvetjandi starfsumhverfi, efla það og styrkja með markvissri þjálfun og starfsþróun. Það er stefna N1 að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu ávallt kurteisi og virðingu í samskiptum.
Starfsþróun og fræðsla
Áhersla er á að upplifun starfsmanna sé góð frá upphafi og mikil áhersla lögð á góða móttöku nýliða og nýliðafræðslu.
Félagið rekur sinn eigin skóla og er kennsla bæði í formi rafrænnar kennslu og staðkennslu.
Við uppbyggingu öfugrar liðsheildar leggjum við áherslu á fræðslu og starfsþróun.
501-1000
starfsmenn
Hreyfing
N1 styrkir starfsfólk til að stunda líkamsrækt
Heilsa
Til að stuðla að andlegri og líkamlegri heilsu þá stendur starfsfólki til boða velferðarþjónusta N1
Nýjustu störfin
Engin störf í boði
Jafnrétti
Jafnrétti er mikilvægt að hafa í forgrunni í öllum ákvörðunum sem snúa að mannauði og störfum við í samræmi við jafnréttisstefnu.
Jafnlaunastefna
Jafnlaunastefn N1 er launastefna og gildir fyrir allt starfsfólk. Jafnlaunastefnan er til að gæta jafnréttis í launaákvörðunum svo að starfsfólk fái greidd jöfn laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf óháð kynjum. Hún er einnig órjúfanlegur hluti af jafnréttisstefnu.
Upplýsingagjöf
Áhersla er lögð á markvissa upplýsingagjöf til starfsfólks og að upplýsingum sé miðlað í rétta átt á hverjum tíma.
Aðgengi að upplýsingum er mikilvægt svo að starfsfólk geti sinnt starfi sínu vel og náð árangri.
Starfsumhverfi
Áhersla er lögð á að skapa starfsfólki gott og hvetjandi starfsumhverfi þar sem þarfir starfsfólks og viðskiptavina fara saman.
Mikilvægt er að vinnuaðstaða og tækjabúnaður sé eins og best er á kosið og aðstæður leyfa.
Við sköpum starfsfólki starfsumhverfi í samræmi við jafnréttisstefnu þar sem öllum getur liðið vel við dagleg störf og einelti, kynferðisleg áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið.
Menning
Heilsa starfsmanna er lykilþáttur í velgengni og í samstarfi við Heilsuvernd er sá þáttur lagður til grundvallar með áherslu er á heilsutengdar forvarnir.
Fjölbreytt og skemmtilegt starfsfólk gerir vinnustaðinn eftirsóknarverðan og skemmtilegan.
Boðið er upp á fjölda viðburða árlega sem annaðhvort er skipulagðir af starfsmannafélagi, starfsfólkinu eða vinnustaðnum.
Starfsandi og líðan starfsfólks er mikilvægur þáttur í starfseminni og vinnustaðagreining er lögð fyrir árlega þar sem mæld er heildaránægja og gripið til aðgerða ef þörf er á.
Samfélagsleg ábyrgð
Það er stefna N1 að vera í forystu til framtíðar og er
samfélagsleg ábyrgð hluti af stefnunni. Unnið hefur verið að því að auka samfélagsábyrgð í aðfangakeðjum N1 með margvíslegum hætti og byggja hana upp innan allra deilda.