Mennta- og barnamálaráðuneyti

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Vinnustaðurinn
Mennta- og barnamálaráðuneyti
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytis er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi. Meðal málefna sem ráðuneytið fer með eru fræðslumál barna og ungmenna, þar með talin málefni leik-, grunn og framhaldsskóla, listaskóla og lýðskóla, og málefni sem snerta þjónustu við börn og ungmenni, þar með talin barnavernd og samþætting þjónustu í þeirra þágu. Mennta- og barnamálaráðuneytið fer einnig með íþrótta- og æskulýðsmál. Menntun á framhaldsskólastigi; hvort heldur bók-, verk- eða listnám heyrir undir ráðuneytið. Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Allar embættisfærslur starfsmanna eru gerðar í umboði ráðherra. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. Ráðuneytinu er skipt í fimm skrifstofur: Skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála, skrifstofu framhaldsskóla og -fræðslu, skrifstofu barna- og fjölskyldumála, skrifstofu fjármála og rekstrar og skrifstofu ráðuneytisstjóra. Undirstofnanir ráðuneytisins eru m.a. Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og fjölskyldustofa, Menntamálastofnun og framhaldsskólar landsins.
Sölvhólsgata 4, 101 Reykjavík

51-200

starfsmenn

Nýjustu störfin

Engin störf í boði