
Melabúðin

Um vinnustaðinn
Melabúðin er rótgróin kaupmannsbúð með hátt þjónustustig.
Við erum með úrvals kjöt- og fiskborð, mikið úrval grænmetis og erlendra osta. Við bjóðum afar fjölbreytt vöruúrval, bæði sælkeravöru sem og matvöru til daglegrar neyslu.
Við leggjum mikið upp úr íslenskri vöru og nýjungum tengdum henni en jafnframt flytjum við sjálf inn sælkeravörur erlendis frá.
Áherslur okkar liggja í persónulegri þjónustu og breiðu vöruúrvali. Samhliða því veitum við ráðgjöf við val á kjöti og fiski og matreiðslu.
Melabúðin býður upp á lifandi starfsumhverfi en mikið er lagt upp úr áreiðanleika, ríkri þjónustulund og skemmtilegu viðmóti starfsfólks. Við erum rösk og göngum beint og glaðlega til verks og leitum þess sama hjá nýjum samstarfsmönnum okkar.
Melabúðin hefur fengið viðurkenningu hjá CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki 10 ár í röð og jafnframt verið valið fyrirtæki ársins af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur (VR).

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2020

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2019

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2017

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2015

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2014

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2013

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2012

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2011

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2010
Hagamelur 39, 107 Reykjavík