Maven ehf.

Maven ehf.

Við sköpum þekkingu með gögnum
Maven ehf.
Um vinnustaðinn
Við erum þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni með áherslu á mikilvægi gagna. Við vinnum í því að framtíðarvæða gagna- og tækniumhverfi okkar viðskiptavina. Verkefnin geta verið allt frá því að búa til framtíðarsýn fyrirtækja í upplýsingatækni yfir í það að gera mælaborð fyrir stjórnendur. Við ætlum að gera þetta með því að búa til skapandi og framsækið teymi með okkar viðskiptavinum sem er lausnamiðað og býr yfir ríkri þjónustulund. Þannig teljum við okkur líklegri til árangurs sem framúrskarandi þjónustufyrirtæki. Okkar markmið er að skapa og skila þekkingu til allra sem taka þátt í okkar verkefnum. Að skapa framsækið umhverfi með nýjustu tækni sem ávallt er hægt að draga lærdóm af. Okkar þjónustuframboð samanstendur af uppbygging á framtíðarvænum gagnaumhverfum með stefnumótun og greiningu í upplýsingatækni, umsjón með gagnaumhverfum, samþætting gagna á milli kerfa, mælaborð, skýrslugerð, gervigreind (AI) og vélnám (Machine Learning). Okkar markmið er að skapa þekkingu .. úr gögnum .. með tækni .. með þér!

Jafnvægisvog FKA

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík

11-50

starfsmenn

Hreyfing

Árlegur íþróttastyrkur

Fjarvinna

Eins og þörf er á

Matur

Vikulegur matseðill með val um heitan mat og vegan

Vinnutími

Fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlegum vinnutíma

Búnaður

Árlegur tækjastyrkur, ný og glæsileg skrifstofa, nýr tækjabúnaður og rafdrifin skrifborð

Skemmtun

Virk skemmtinefnd sem stendur fyrir reglulegum viðburðum

Samgöngur

Næg bílastæði

Heilsa

Sturtuaðstaða og hjólageymsla