
Mannvit
Stuðlum að sjálfbæru samfélagi

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Mannvit er ráðgjafarfyrirtæki á sviði verkfræði, umhverfismála og tækniþjónustu sem nýlega sameinaðist alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu COWI. Mannvit byggir samkeppnisforskot sitt á öflugum mannauði og skapar samruninn aukin starfstækifæri sem gerir fyrirtækið að enn eftirsóttari vinnustað. COWI var stofnað árið 1930 og er leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndunum á sviði verkfræði, hönnunar og arkitektúrs. Höfuðstöðvar þess eru í Danmörku en starfsemin teygir anga sína víða, m.a. um Evrópu og til Asíu. Í samstarfi við viðskiptavini okkar vinnum að því að móta sjálfbæran og lífvænlegan heim. Við erum stöðugt að byggja ofan á þá þekkingu sem fyrir er og móta lausnir sem eru nauðsynlegar í dag til að skapa betri framtíð.
Hjá okkur starfar sterk liðsheild og við leggjum mikinn metnað í að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem fólki líður vel og fjölbreytileikanum er fagnað. Á þann hátt náum við fram því besta hjá hverjum og einum, bæði í vinnu sem og heima fyrir.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð
Í sinni einföldustu mynd felst samfélagsábyrgð í því að fyrirtæki, stofnanir og hverskyns skipulagsheildir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið.

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnháttum
Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Verkefnið felur í sér að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti sér um framkvæmd matsins.

Heimsmarkmiðin
Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.

ISO 14001 - Vottun umhverfisstjórnunarkerfa
Umhverfisstjórnunarstaðallinn ÍST EN ISO 14001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn í umhverfismálum með því innleiða í starfsemi sína umhverfisstjórnunarkerfi.

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall
ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

UN Global Compact
Með þátttöku í Global Compact geta fyrirtæki tekið þátt í því að þróa markaðshagkerfi sem stuðlar að velferð samfélags og umhverfis með því að samtvinna hin tíu grundvallarviðmið við heildarstefnu fyrirtækisins. Grunvallarviðmiðin eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu.
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur

201-500
starfsmenn
Vinnutími
Sveigjanlegur vinnutími fyrir þau störf sem bjóða upp á slíkt.
Fjarvinna
Fjarvinnsamningur í boði fyrir þau störf sem bjóða upp á slíkt.
Matur
Frábært mötuneyti með heilsusamlegum og fjölbreyttum mat og ávallt vegan valkostur.
Heilsa
Líkamsræktarstyrkur, árleg heilsufarsskoðun á andlegri og líkamlegri heilsu ásamt flensusprautu og heilsuvika með fræðslu og viðburðum tengdum andlegari og líkamlegri heilsu.
Skemmtun
Öflugt starfsmannafélag.
Samgöngur
Samgöngustyrkur ef ferðast er til og frá vinnu með vistvænum hætti.
Líkamsræktaraðstaða
Bootcamp tímar tvisvar í viku.
Nýjustu störfin
Engin störf í boði