
Leikskólinn Hagaborg
Vinnustaðurinn
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Hagaborg er fimm deilda leikskóli á tveimur hæðum þar sem dvelja allt að 100 börn samtímis á aldrinum 1-6 ára. Útisvæðið við leikskólann er rúmgott og gefur ágætt svigrúm til fjölbreyttra leikja. Einnig höfum við góðan íþróttasal á efri hæðinni. Næstu nágrannar eru Melaskóli, Hagaskóli, Neskirkja, Háskólabíó og Hótel Saga.
Hagaborg er einn af eldri leikskólum Reykjavíkur, tók til starfa árið 1960, þá sem fjögurra deilda dagheimili. Hjá okkur fer fram alhliða leikskólastarf með áherslu á hreyfingu, málrækt og frjálsan leik. Við viljum að lífið í leikskólanum okkar einkennist af vináttu, trausti og hlýju.
Fornhagi 8
Nýjustu störfin
Engin störf í boði