
Leikskólinn Geislabaugur
Vinnustaðurinn
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Leikskólinn Geislabaugur tók til starfa í júlí 2004 og mættu fyrstu börnin í aðlögun þann 19. júlí. Leikskólinn var vígður og honum gefið nafn við hátíðlega athöfn þann 13. ágúst. Reykjavíkurborg keypti húsið af einkaaðilum sem byggðu það og ráku hér einkarekinn leikskóla um tíma. Húsið er 860m2 að flatarmáli og að hluta á tveimur hæðum. Töluverðar endurbætur voru gerðar á húsinu strax og var eldhús t.d. alveg endurnýjað. Fataherberginu var einnig gjörbreytt. Útisvæðið var endur skipulagt og verður því verki lokið sumarið 2006.
Í byrjun voru starfræktar fjórar deildir með samtals 90 börnum, en sumarið 2005 var bætt við fimmtu deildinni á efri hæðinni og henni breytt samkvæmt því. Árið 2011 bættist sjötta deildin við þá tókum við í notkun færanlega kennslustofu sem er staðsett á lóðinni austan við húsið. Hún rúmar 19 börn.
Sex deildir eru starfandi, þar dvelja samtals 137 börn. Stöðugildi í leikskólanum eru 34.
Í Geislabaugi leggjum við ríka áherslu á að skapa gott og jákvætt andrúmsloft þar sem börnum og starfsmönnum líður vel og þar sem allir fái tækifæri til að þroska sína góðu eiginleika. Þar er gott að vera sem gleðin býr og eitt af meginmarkmiðum okkar er að börn og starfsmenn komi fús og glöð í leikskólann, séu ánægð, njóti dagsins og fari sátt heim að kvöldi.
Uppeldisstefna leikskólans er í anda Reggio Emilia. Við mótum starf okkar miðað við þær aðstæður og umhverfi sem við búum við.
Leikskólar Reykjavíkur hafa sett sér það markmið að auka vitund barna, foreldra og starfsfólks um vistvernd og góða umgengni við náttúruna og að umhverfismennt verði fastur liður í uppeldi og menntun leikskólabarna. Við teljum að vistmenning og hugmyndafræði Reggio Emila geti farið mjög vel saman og vinnum að því að móta starf okkar í þeim anda.
Kristnibraut 26
Nýjustu störfin
Engin störf í boði