Krónan

Krónan

Vinnustaðurinn
Krónan
Um vinnustaðinn
Verslanir Krónunnar eru í dag 26 talsins auk Snjallverslun. 19 á höfuðborgarsvæðinu auk verslana á Akureyri, Akranesi, Reyðarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum. Á hverjum degi – allan ársins hring keppumst við, starfsfólk Krónunnar, við að koma réttu vöruúrvali til þín á eins ódýran hátt og mögulegt er. Þrátt fyrir lágt vöruverð gefum við engan afslátt af ferskleikanum.
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Jafnréttisstefna
Jafnréttisstefnan okkar gengur út á að tryggja að starfsfólkinu okkar sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, uppruna, trúar eða annarra þátta. Þetta gerum við með faglegu verklagi, gagnsæi og stefnumótun.
Jafnlaunastefna
Jafnlaunastefnan okkar er loforð um að greiða laun í samræmi við hæfniskröfur, ábyrgð og árangur og að mismuna ekki starfsfólkinu okkar. Við notum Jafnlaunastaðal ÍST 85 til að voga störf og verðmæti þeirra.

501-1000

starfsmenn

Mannauðsstefna
Mannauðsstefnan okkar fjallar um hvernig við ætlum að halda utan um þig sem starfsmann, hvaða starfsumhverfi við viljum bjóða upp á og hvernig menningin í Krónunni á að vera.
Við viljum vera til fyrirmyndar
Markmið Krónunnar er að vera fyrirmyndarvinnustaður þar sem áhersla er lögð á þjálfun, jafnrétti, heilsu og öryggi starfsfólks. Við vöndum okkur mikið við að vera góður vinnustaður. Við erum stolt af því hver við erum og okkur finnst hversdagurinn í öllum sínum fjölbreytileika alveg frábær!