
Kristilega Skólahreyfingin (KSH)
Vinnustaðurinn
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Kristilega skólahreyfingin er hreyfing fólks sem vinnur að því að sameina kristna nemendur trú þeirra til uppbyggingar og efla þá í að vitna um Jesú Krist í skólanum sem utan skóla. Skólahreyfingin er regnhlíf sem nær yfir stjórn hennar og starfmann, aðildarfélögin KSS og KSF, óformlega skólasmáhópa og stuðningsaðila sem styðja starfsemina með bæn og frjárframlögum.
Kristilega skólahreyfingin var stofnuð 27. janúar 1979 af Kristilegum skólasamtökum (KSS), Kristilegu stúdentafélagi (KSF) og Styrktarfélagi Kristilegu skólahreyfingarinnar (SKS stofnað 20. janúar sama ár en nú aflagt). Markmið KSH er að sameina kristna nemendur og stúdenta á Íslandi og breiða út fagnaðarerindið um Jesú Krist. Að þessum markmiðum hefur verið stefnt með því að styðja við starf aðildarfélaganna KSS og KSF og vinna að útbreiðslu kristinnar trúar og kristilegs skólastarfs um landið. Í gegnum tíðina hefur KSH átt í nánu og farsælu samstarfi við KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga.
Stjórn KSH er kosin á árlegu ársþingi hreyfingarinnar og hefur m.a. að hlutverki að fylgjast með starfi aðildarfélaganna og bera ábyrgð á starfsmannamálum. Undanfarin ár hefur hreyfingin verið með starfsmann í hálfu starfi en launakostnaður er fjármagnaður með gjöfum einstaklinga og öðrum styrkjum s.s. frá Kirkjumálasjóði og prófastsdæmum.
Holtavegur 28, 104 Reykjavík
Nýjustu störfin
Engin störf í boði