
Kraftur
Vinnustaðurinn

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Stuðningsfélagið Kraftur var stofnað 1. október 1999 og hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Félagið er fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára en þar sem félagið er einnig fyrir aðstandendur er fólk á öllum aldri í félaginu. Félagið hefur aðstöðu hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands án endurgjalds og er KÍ einn helsti styrktaraðili Krafts en félagið er einn af stuðningshópum Krabbameinsfélagsins.
Megin markmið Krafts eru að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur með því að halda úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar og stuðla að samvinnu félagasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að málefnum þeirra sem tengjast sjúkdómnum.
Starfsemi Krafts felst í því:
að veita andlegan og félagslegan stuðning við þá sem greinast og aðstandendur þess.
að gæta hagsmuna félagsmanna og standa vörð um réttindi þeirra gagnvart opinberum aðilum.
að halda úti öflugu stuðningsneti þar sem áhersla er lögð á jafningjastuðning byggðan á persónlegri reynslu.
að veita félagsmönnum sálfræðiþjónustu.
að reka Neyðarsjóð Krafts.
að standa fyrir útgáfu á árlegu fréttabréfi og fræðsluefni í formi bæklinga og bóka.
að halda reglulegar uppákomur í nafni félagsins t.a.m. kaffihúsakvöld, sumargrill, aðventukvöld og fleira.
Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík
Nýjustu störfin
Engin störf í boði