
Kópavogsskóli
Vinátta - virðing - vellíðan

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Kópavogsskóli er hverfisskóli miðbæjar Kópavogs og stendur við Digranesveg 15. Í skólanum eru um 400 flottir nemendur og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Skólinn er fjölþjóðlegur en rúmlega 20% nemenda eru af erlendum uppruna.
Allt starf Kópavogsskóla mótast af uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Að auki vinna yngstu bekkir skólans með vináttuverkefni Barnaheilla og bangsann Blæ.Í skólareglunum er lögð áhersla á þann skólabrag sem leitast er við að skapa
Í Kópavogsskóla er lögð áhersla á að allir:
• komi fram af tillitssemi og kurteisi
• virði vinnu annarra
• sinni hlutverki sínu af kostgæfni
• leggi áherslu á heilbrigða lífsýn

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Heimsmarkmiðin
Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.

Barnvænt sveitarfélag
Barnvæn sveitarfélög er verkefni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi. Verkefnið byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative (CFCI), sem hefur verið innleitt í þúsundum sveitarfélaga út um allan heim frá árinu 1996.

Heilsueflandi samfélag
Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl.
Digranesvegur 15, 200 Kópavogur
Hreyfing
Frítt í sund
Líkamsræktaraðstaða
Líkamsræktarstyrkur
Vinnutími
Styttri vinnuvika
Nýjustu störfin
Engin störf í boði