KAPP ehf

KAPP ehf

Þú finnur traust í okkar lausn
KAPP ehf
Um vinnustaðinn
KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP framleiðir OptimICE® krapakerfi, forkæla og RAF sprautuvélarkerfi. Hjá KAPP Skaganum er framleiddur kæli- og frystibúnaður sem seldur er um allan heim. Félögin reka öflug renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði. KAPP er einnig umboðs- og þjónustuaðili fyrir erlenda framleiðendur vara og lausna sem tengjast starfsemi okkar. Helstu viðskiptavinir eru í sjávarútvegi, matvælaiðnaði, smásölu, flutningum og í almennum iðnaði. Hjá KAPP samstæðunni starfa um 90 starfsmenn og erum við með starfsöðvar á eftirfarandi stöðum: Kópavogi, Akranesi, Þorlákshöfn, Grundarfirði og Vestmannaeyjum og Seattle, Bandaríkjunum.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2024

Turnahvarf 8, 203 Kópavogur

51-200

starfsmenn

Matur

Léttur matur í hádeginu