Kambar Byggingavörur ehf

Kambar Byggingavörur ehf

Við lokum húsinu fyrir þig
Kambar Byggingavörur ehf
Um vinnustaðinn
Kambar eru ein sterk heild, sameinuð úr fjórum rótgrónum íslenskum framleiðslu-fyrirtækjum. Í sameiningu myndum við einn stærsta framleiðanda landsins á gluggum, hurðum, gleri og svalahandriðum fyrir íslenskar aðstæður. Við búum yfir framúrskarandi íslensku hugviti og höfum áratugalanga reynslu af því að framleiða gæðavörur sem standast kröfuharðar íslenskar aðstæður. Sú þekking og handverk má ekki tapast úr íslenskum iðnaði. Kambar leggja alla áherslu á að halda þessari ómetanlegu íslensku sérfræðiþekkingu innan landsteinanna. Þannig sköpum við störf, höldum virðisaukningunni innanlands og tryggjum að við getum áfram brugðist hratt við og átt í mjög góðu samtali við viðskiptavininn. Því á endanum snýst þetta allt um hann. Viðskiptavinurinn á skilið að geta valið íslenskar gæðavörur sem framleiddar eru með íslenskar aðstæður í huga.
Smiðjuvegur 2, 200 Kópavogur