
Pósturinn

Um vinnustaðinn
Pósturinn er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dreifingalausnum en dreifikerfi Póstsins nær um allt land og allan heim. Höfuðstöðvar Póstsins eru í Reykjavík en fyrirtækið starfrækir starfsstöðvar víðsvegar um landið til að þjónusta Íslendinga sem allra best.
Við hjá Póstinum erum lausnamiðað keppnisfólk og tökum fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum hvað varðar öflugar og hraðar dreifingalausnir sem standast kröfur viðskiptavinarins.
Hjá okkur er lagt mikið uppúr liðsheild, þjálfun mannauðs og góðum starfsanda.

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnvægisvog FKA
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Græn skref
Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall
ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.

Vinnustaður í fremstu röð 2023
Vinnustaður í fremstu röð staðfestir að þessi vinnustaður hugsar vel um starfsfólk sitt og tryggir því framúrskarandi starfsumhverfi. Til að hljóta viðurkenninguna þarf vinnustaðurinn að mæla starfsánægju reglulega, bregðast við endurgjöf frá starfsfólki og ná árangri í formi hárrar starfsánægju.
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Fréttir & blogg
Fylgstu með nýjum og spennandi fréttum frá Póstinum.
Svona erum við
Hjá Póstinum starfar fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem vinnur sem ein heild að því að þjónusta viðskiptavini sem best. Okkar besta fólk er skapandi, lausnadrifið, jákvætt og býr yfir ríkri þjónustulund.

501-1000
starfsmenn

Mannauðsstefna
Mannauðsstefnan er leiðarljós Póstsins við að móta gott starfsumhverfi sem stuðlar að ánægju og vellíðan starfsfólks þar sem allir eru leiðtogar. Stefnan hverfist um meginmarkmið Póstsins um bætta þjónustu og hagkvæmni í rekstri. Stefnan nær til allra þátta mannauðsmála.
Sterk ímynd laðar að rétta fólkið, hvetjandi leiðtogar stuðla að vellíðan og starfsfólk heldur hvert öðru ábyrgu. Tækifæri gefast til stöðugrar starfsþróunar og við starfslok fer fram markviss yfirfærsla þekkingar.
