Isavia Innanlandsflugvellir

Isavia Innanlandsflugvellir

Vinnustaðurinn
Isavia Innanlandsflugvellir
Um vinnustaðinn
Isavia Innanlandsflugvellir er dótturfyrirtæki Isavia ohf. Hlutverk félagsins er að reka alla áætlunarflugvelli á Íslandi utan Keflavíkurflugvallar auk fjölda lendingarstaða. Starfsemi fyrirtækisins er mjög fjölbreytt. Við sinnum almennri flugvallarþjónustu, flugumferðarþjónustu, flugvernd, umsjón með verklegum framkvæmdum auk öryggis- og gæðamála. Hjá fyrirtækinu vinnur samhentur hópur sem hefur það að markmiði að halda Íslandi á lofti og vera hluti af góðu ferðalagi.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Í sinni ein­föld­ustu mynd felst sam­fé­lags­ábyrgð í því að fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og hverskyns skipu­lags­heild­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á um­hverf­ið, stjórn­ar­hætti og sam­fé­lag­ið.

Græn skref

Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.

Heimsmarkmiðin

Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

UN Global Compact

Með þátttöku í Global Compact geta fyrirtæki tekið þátt í því að þróa markaðshagkerfi sem stuðlar að velferð samfélags og umhverfis með því að samtvinna hin tíu grundvallarviðmið við heildarstefnu fyrirtækisins. Grunvallarviðmiðin eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu.
Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík

51-200

starfsmenn

Hreyfing

Við bjóðum fastráðnu starfsfólki styrk til líkamsræktariðkunar.

Matur

Við niðurgreiðum hádegismat fyrir starfsfólk.

Skemmtun

Isavia og starfsmannafélagið, Staffið skipuleggja fjölda viðburða á ári hverju, m.a. glæsilega árshátíð, fjölskyldudag og jólaball.