IKEA
Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flest
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Í dag starfa um 480 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.
Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Kolviður
Fyrirtækið hefur bundið kolefni á móti losun tengdri starfsemi (að hluta eða öllu leyti)
Kauptún 4, 210 Garðabær
45
Þjóðerni
Þjóðerni
Hvernig er að vinna hjá IKEA?
Hvernig finnst okkur að vinna hjá IKEA?
Sjálfbærni
Við viljum veita innblástur og gera eins mörgum og mögulegt er kleift að lifa sjálfbærara lífi á einfaldan og hagkvæman hátt. Við leggjum okkar af mörkum með hringrásarhugsun, orkuhlutleysi og með því að hafa jákvæð áhrif hvar sem við erum í heiminum.
201-500
starfsmenn
Matur
Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti og salatbar. Fríir ávextir og hafragrautur alla daga.
Heilsa
Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
Samgöngur
Starfsfólki IKEA stendur til boða styrkur gegn því að nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu.
Búnaður
Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.
Skemmtun
Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum. Aðgengi að sumarbústað til einkanota.
Nýjustu störfin
Engin störf í boði
Jafnlaunastefna
IKEA á Íslandi skuldbindur sig til að greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu og jafnverðmæt störf óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.