![Icelandia](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-69f871bb-e225-413f-9d5d-4104d4d5a8e6.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Icelandia
Your Entrance to the Wonders of Iceland
![Icelandia](https://alfredprod.imgix.net/cover/is-ea2a3276-1823-4829-b021-6ca26ed33ca1.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
Um vinnustaðinn
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða,
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car,
Dive.is,
Flybus,
Garðaklettur,
Hópbifreiðar Kynnisferða,
Icelandic Mountain Guides,
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar
Vakinn er gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
![](https://alfredprod.imgix.net/profile/is-c649eff5-cff6-4e4b-9400-84427e850ee3.png?w=828&q=75&auto=format)
![](https://alfredprod.imgix.net/profile/is-8cb468d6-b844-4b6e-9b44-4042a535f477.png?w=828&q=75&auto=format)
501-1000
starfsmenn
Hreyfing
Líkamsræktarstyrkur
Heilsa
Styrkir vegna krabbameinsskoðunar og sálfræðitíma
Samgöngur
Afsláttur af bílaleigubílum
Búnaður
Styrkur vegna kaupa á handfrjálsum búnaði
Skemmtun
Afsláttur af ferðum hjá Icelandia, reglulegir viðburðir í boði fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi
![](https://alfredprod.imgix.net/profile/is-09ebaae6-5bcf-4106-8ff2-9f96723ece3d.png?w=828&q=75&auto=format)
![](https://alfredprod.imgix.net/profile/is-7056e444-4046-4fb6-afb9-f9e0b79089d0.png?w=828&q=75&auto=format)
![](https://alfredprod.imgix.net/profile/is-59c7da7a-3706-4b1f-8acf-fe4fdb95bfc1.png?w=828&q=75&auto=format)
![](https://alfredprod.imgix.net/profile/is-0446cdf3-a7df-49a7-ba82-3744780b6ed2.png?w=828&q=75&auto=format)
![](https://alfredprod.imgix.net/profile/is-a974c585-75ab-4fb6-920f-52df2f4a06d0.png?w=828&q=75&auto=format)
![](https://alfredprod.imgix.net/profile/is-342c8cfb-0bfd-429c-90bc-a8eede883261.png?w=828&q=75&auto=format)
![](https://alfredprod.imgix.net/profile/is-4a8a11be-c00a-416b-a550-7e8105c9472e.png?w=828&q=75&auto=format)