Hótel Klaustur

Hótel Klaustur

Vinnustaðurinn
Hótel Klaustur
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Staðsett á Suðausturlandi, staður sem þekktur er fyrir stórbrotið landslag og jöklasýn, er Hótel Klaustur, sem opnaði fyrst dyrnar árið 1993. Við höfum alltaf lagt áherslu á að bjóða gesti okkar velkomna og að taka vel á móti þeim. Hótelið var allt gert upp árið 2018 og opnaði nýlega aftur með nýjum áherslum og nýrri sýn: að blanda saman nútímalegri íslenskri menningu og sögulegri arfleið landsins í kring. Hótelið dregur nafn sitt eins og gefur til kynna af bænum Kirkjubæjarklaustri sem oftast er kallað Klaustur af heimamönnum. Bærinn stendur við hringveginn á milli tveggja þekktustu jökla Íslands, Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls. Mikið af þekktustu ferðamannastöðum landsins er að finna í grennd við Klaustur en lesa má meira um þessa staði hér á heimasíðunni okkar. Á Hótel Klaustri bjóðum við upp á 57 herbergi sem skiptast í 36 Standard herbergi, 20 Superior herbergi og eina svítu. Herbergin eru mismunandi í stærð og fara úr því að vera 16 m2 í 42 m2. Öll herbergin eru búin þægilegum rúmum, hitakerfi, einkabaðherbergi og sturtu og/eða baðkari. Á veitingastaðunum okkar, KLAUSTUR Restaurant bjóðum við gestum og gangandi upp á hágæðamat úr hráefnum úr sveitinni. Hjá okkur færðu hina frægu Lindarbleikju og eitt besta lambakjöt á Íslandi.
Klausturvegur 6
Nýjustu störfin

Engin störf í boði