Höldur

Höldur

Þínar þarfir - okkar þjónusta
Höldur
Um vinnustaðinn
Fyrirtækið var stofnað árið 1974, en upphaf Bílaleigu Akureyrar má rekja aftur til ársins 1966. Bílaflotinn í dag er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið einn umsvifamesti kaupandi nýrra bíla á Íslandi undanfarin ár. Fjöldi útleigustöðva gerir viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er umboðsaðili Europcar bílaleigukeðjunnar á Íslandi. Á Akureyri rekur fyrirtækið einnig alhliða bílaþjónustu. Má þar nefna dekkjaverkstæði ásamt bílaþvottastöð, bílasölu með nýja og notaða bíla, ásamt glæsilegu bíla- og tjónaviðgerðaverkstæði. Höldur er sölu- og þjónustuaðili á Norðurlandi fyrir bílaumboðin Heklu og Öskju.

Jafnlaunavottun

Ábyrg ferðaþjónusta

Tryggvabraut 12, 600 Akureyri

201-500

starfsmenn