Höldur
Þínar þarfir - okkar þjónusta
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Fyrirtækið var stofnað árið 1974, en upphaf Bílaleigu Akureyrar má rekja aftur til ársins 1966. Bílaflotinn í dag er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið einn umsvifamesti kaupandi nýrra bíla á Íslandi undanfarin ár.
Fjöldi útleigustöðva gerir viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er umboðsaðili Europcar bílaleigukeðjunnar á Íslandi.
Á Akureyri rekur fyrirtækið einnig alhliða bílaþjónustu. Má þar nefna dekkjaverkstæði ásamt bílaþvottastöð, bílasölu með nýja og notaða bíla, ásamt glæsilegu bíla- og tjónaviðgerðaverkstæði. Höldur er sölu- og þjónustuaðili á Norðurlandi fyrir bílaumboðin Heklu og Öskju.
Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Ábyrg ferðaþjónusta
Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.
Tryggvabraut 12, 600 Akureyri
201-500
starfsmenn
Nýjustu störfin
Engin störf í boði