HD Iðn- og tækniþjónusta

HD Iðn- og tækniþjónusta

Ykkar þarfir - Okkar drifkraftur
HD Iðn- og tækniþjónusta
Um vinnustaðinn
HD ehf. er eitt öflugasta iðn- og tækni-þjónustufyrirtækið á Íslandi og þjónustar meðal annars orku- og veitufyrirtæki, stóriðju, sjávarútveg og fiskeldi. HD er framsækið og vel rekið fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum tengdum viðhaldi á vélbúnaði, stálsmíði og tækniþjónustu. Hjá HD starfa um 200 manns á 6 starfs-stöðvum fyrirtækisins í Kópavogi, Mosfellsbæ, Akureyri, Straumsvík, Grundartanga og Eskifirði. Fyrirtækið er vel búið tækjum og aðstöðu sem tryggir hámarks fagmennsku og skilvirkni. Okkar markmið er að veita viðskiptavinum faglega og skilvirka þjónustu sem stuðlar að auknu öryggi, áreiðanleika og hagkvæmni í þeirra rekstri. Við leggjum ríka áherslu á að skapa gott starfsumhverfi þar sem starfsmenn fá tækifæri til að þróast í starfi og vaxa með fyrirtækinu. Við styðjum framtíðar fagmenn með nemastyrkjum og erum opin fyrir hæfu, áhugasömu og metnaðarfullu fólki sem axlar ábyrgð, sýnir frumkvæði og vill taka virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Við veitum starfsmönnum okkar tækifæri til að þróast í krefjandi og spennandi umhverfi. Við leitum að einstaklingum sem búa yfir góðum samskiptahæfileikum, vinna vel í teymi og hafa metnað til að skila framúrskarandi starfi. Starfsmenn HD njóta meðal annars líkamsræktarstyrks og heits hádegismatar. Gildin okkar – öryggi, heiðarleiki, þjónustulund og fagmennska – eru okkur að leiðarljósi í öllum daglegum störfum.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2024

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Mannauðshugsandi vinnustaðir 2022

Til að vera meðal leiðandi íslenskra vinnustaða sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi vinnustaðir þarf að hafa á 12 mánaða tímabili keyrt mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna vinnustaðarins í hverjum ársfjórðungi eða frá fjórum til tólf sinnum á líðandi ári.
Vesturvör 36, 200 Kópavogur

201-500

starfsmenn