Hallormsstaðaskóli

Hallormsstaðaskóli

Skapandi sjálfbærni / Creative sustainability
Hallormsstaðaskóli
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Hallormsstaðaskóli er staðsettur í hjarta Hallormsstaðaskógar og hefur verið starfræktur frá árinu 1930. Í rúm 90 ár hefur verið starfrækt fræðslu- og menningarsetur á Hallormsstað. Kennsla við skólann hefur ávallt einkennst af sjálfbærnihugsjónum, hagnýt handverksþekking verið ofin saman við siðferði náttúrunytja, vísindi, staðbundin hráefni og næmni fyrir samtíma, samfélagi, menningu, sögu. Hallormsstaðaskóli býður upp á einstakt námsumhverfi þar sem hinn óáþreifanlegi menningararfur, skapandi sjálfbærniþekking og hefðbundið handverk fyrri kynslóða er skoðuð í nýju ljósi og tengd saman við nýja tækni, vísindalega þekkingu og hugmyndafræðilegar áherslur samtímans. SKAPANDI SJÁLFBÆRNI - 60 eininga lánshæft nám. Nám í skapandi sjálfbærni veitir nemendum forskot til að tækla áskoranir framtíðarinnar með nýsköpun og sjálfbærni að leiðarljósi. Nemendur fá tækifæri, andrými og aðstöðu til að rannsaka og rækta eigin sköpunargáfu, styrkleika og verklega færni, Námið er rannsóknarmiðað og sveigjanlegt, nemendur taka virkan þátt í mótun þess og eru hvattir til frumkvæðis og tilraunastarfsemi. Viðfangefni námsins eru síbreytileg, þau taka mið af árstíðum, veðri og vindum ásamt því að takast á við málefni líðandi stundar. Nemendur eru hvattir til að efla skapandi og gagnrýna hugsun og kynnast nýsköpun í meðhöndlun afurða. Áhersla er lögð á ábyrga og nærgætna nýtingu staðbundina auðlinda. Nærumhverfið í forgrunni en það er kannað í hnattrænu samhengi.
Hallormsstaðaskóli , 701 Egilsstaðir
Nýjustu störfin

Engin störf í boði