Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

FAGMENNSKA - HEILDINDI - MANNRÉTTINDI
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála fer með eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á grundvelli eftirfarandi laga: barnaverndarlaga, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Ráðgjafar- og greiningarstöð, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Framtíðarsýn GEV
Við erum framsækin og leiðandi í íslensku samfélagi við setningu gæðaviðmiða í velferðarþjónustu. Við byggjum störf okkar á gagnreyndri þekkingu. Við viljum vera í fremstu röð við að nýta stafrænar lausnir við þjónustu, eftirlit og framsetningu gæðaviðmiða í velferðarþjónustu. Aðgengileiki er leiðarljós í allri okkar þjónustu. Upplýst er um málshraða og stöðu erinda. Við viljum leggja okkar af mörkum svo raddir notenda velferðarþjónustu heyrist. Við viljum hafa jákvæð áhrif á farsæld og líf einstaklinga.

11-50

starfsmenn

Nýjustu störfin

Engin störf í boði