Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Vinnustaðurinn
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er sjálfstæð ríkisstofnun sem starfar á grundvelli laga nr. 88/2021 um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Stofnunin er óháð í störfum sínum en heyrir stjórnskipulega undir félagsmálaráðuneytið. Markmið með starfsemi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er að sú þjónusta sem lýtur eftirliti stofnunarinnar sé traust, örugg og í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, reglna, samninga og leiðbeininga. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála fer með eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á grundvelli eftirfarandi laga: barnaverndarlaga, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Ráðgjafar- og greiningarstöð, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Nýjustu störfin

Engin störf í boði

Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.