
Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf.
Vinnustaðurinn

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. hóf starfsemi um mitt ár 2017. Arnarhvoll er alhliða verktakafyrirtæki sem vinnur að fjölbreyttum framkvæmdum og uppbyggingarverkefnum um allt land. Félagið ætlar sér að verða leiðandi á verktakamarkaði í framtíðinni og nýta til þess bestu tækni og framleiðsluaðferðir sem völ er á.
STARFSMENN, REYNSLA
Framkvæmdafélagið Arnarhvoll býr yfir mikil reynslu við rekstur verklegra framkvæmda. Starfsmenn félagsins hafa allir áratuga reynslu við stjórnun verklegra framkvæmda íbúðabygginga, atvinnuhúsnæðis og stærri mannvirkja.
Arnarhvoll er fjölskylduvænn vinnustaður sem gefur starfsmönnum kost á að þróast í starfi og leik. Starfsánægja er mikilvæg í starfsmannastefnu fyrirtækisins. Innri og ytri samskipti sem og samvinna og teymisvinna gegna einnig veigamiklu hlutverki.
GÆÐA-, ÖRYGGIS- OG UMHVERFISMÁL
Framkvæmdafélagið Arnarhvoll leggur áherslu á að byggja húsnæði sem stenst kröfur sem verkkaupi gerir í hvert sinn. Þannig gerir félagið ríka kröfu um vönduð vinnubrögð eigin starfsmanna, undirverktaka, birgja og annarra samstarfsaðila. Skilvirk stjórnun framkvæmda er mikilvæg og því hefur félagið tekið í notkun hugbúnað sem auðveldar allt utanumhald um samskipti og önnur gögn. Allar framkvæmdir félagsins eru í samræmi við lög um mannvirki og byggingarreglugerðir um gæðastjórnun.
Öryggis- og umhverfismál eru félaginu mikilvæg og ofarlega á forganglista við rekstur verkefna. Það er áríðandi að allir sem koma að verkefnum Framkvæmdafélagsins Arnarhvols sinni öryggi og heilsu starfsmanna sinna í samræmi við lög og reglur í landinu. Markmið félagsins er að allar framkvæmdir á vegum þess verði unnar með hagsmuni umhverfisins að leiðarljósi.
Höfðabakki 3
Nýjustu störfin
Engin störf í boði