Flying Tiger Copenhagen

Flying Tiger Copenhagen

Vinnustaðurinn
Flying Tiger Copenhagen
Um vinnustaðinn
Að fara í Flying Tiger Copenhagen er skemmtileg upplifun. Þess vegna höfum við stækkað úr 200 kr. verslun í farsæla, alþjóðlega verslunarkeðju með frumlegar, litríkar, praktískar og skemmtilegar vörur – og danska hönnun – á mjög viðráðanlegu verði. Flying Tiger Copenhagen stækkar hratt og er með yfir 900 verslanir í 30 löndum í Evrópu, Japan og Suður-Kóreu. Í hverjum mánuði koma yfir 300 nýjar vörur í verslanir okkar og helmingur þeirra er hannaður af hönnunarteyminu okkar. Grunnhugmynd fyrirtækisins er byggð á að vinnustaðurinn sé afslappaður og lifandi, með starfsfólki sem vinnur heilshugar að markmiðum okkar, finnur fyrir ábyrgð, er vakandi fyrir nýjungum og breytingum og hefur gott ímyndunarafl, sem heldur hlutunum á hreyfingu og í þróun alla daga. Þú getur lesið meira um Flying Tiger Copenhagen á flyingtiger.com

UN Global Compact

Með þátttöku í Global Compact geta fyrirtæki tekið þátt í því að þróa markaðshagkerfi sem stuðlar að velferð samfélags og umhverfis með því að samtvinna hin tíu grundvallarviðmið við heildarstefnu fyrirtækisins. Grunvallarviðmiðin eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu.
Hagasmári 1, 201 Kópavogur
Sjálfbærni og minni plastnotkun
Flying Tiger Copenhagen er vottaður aðili í Forest Stewardess Council (FSC), sem eru samtök sem vinna með sjálfbært skóglendi. Samtökin vinna að verndun dýra og lífvera og þeirra sem búa og eða vinna í skóginum. Stuðlað er að líffræðilegum fjölbreytileika og passað að fólk sé vel þjálfað, öruggt og fái sanngjörn laun. Má nefna að t.d. allar stílabækur, gjafapappír, servíettur, pappaglös og viðarvörur ásamt nýjum innréttingum í verslunum eru unnar úr sjálfbæru skóglendi og FSC-vottaðar. Við erum að vinna hörðum höndum að minnka plastnotkun. Markmið okkar að minnka plast í umbúðum okkar um 20%, sem og að allar umbúðir okkar verði endurvinnanlegar fyrir 2022 gengur mjög vel. Við munum setja okkur ný markmið þegar þeim áfanga er náð.

51-200

starfsmenn