
Ferðafélagið Útivist
Vinnustaðurinn

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Síðan 1975 hefur Ferðafélagið Útivist boðið félagsmönnum sínum og öðrum upp á fjölbreyttar ferðir í skemmtilegum félagsskap.
Útivist býður upp á dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og kvöldferðir með Útivistarræktinni. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi allt frá léttum gönguferðum upp í erfiðar fjallaferðir að sumri og vetri fyrir vel þjálfað fólk.
Allt frá því Útivist kom upp aðstöðu í Básum í Þórsmörk hefur hjarta félagsins slegið þar. Síðar kom félagið sér upp fleiri skálum eða gekk til samstarfs við heimamenn um nýtingu skála sem þegar voru til staðar. Skálarnir eru nú orðnir sjö talsins; í Básum, á Fimmvörðuhálsi, við Sveinstind, í Skælingum, við Álftavötn, Strútsskáli og Dalakofinn.
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Nýjustu störfin
Engin störf í boði