Um vinnustaðinn
Byggingarfélagið Eykt var stofnað árið 1986 og er fyrirtækið um þessar mundir meðal stærstu byggingarfélaga landsins. Á þeim næstum 40 árum sem liðin eru hefur Eykt öðlast víðtæka reynslu af öllum gerðum verkefna, allt frá flóknum framkvæmdum í þrengslum miðborgarinnar að erfiðisvinnu við óblíðar aðstæður á fjöllum og í straumhörðum fjörðum. Eykt sérhæfir sig í steinsteypu og hefur hlotið Steinsteypuverðlaunin fyrir brýrnar yfir Hringbraut 2010 og Nýja bíó/Grillmarkaðinn
Eykt hefur ávallt verið byggt upp og rekið með langtímasjónarmið í huga. Leiðarljós félagsins er að vera þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði.
Ef þú hefur áhuga á að komast í Eyktarhópinn skaltu senda okkur starfsumsókn.

Jafnlaunavottun

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

ISO 14001 - Vottun umhverfisstjórnunarkerfa
Stórhöfði 34-40 34R


Skemmtun
Öflugt starfsmannafélag.

