Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni

Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni

Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Systurfyrirtækin Eirberg og Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. Eirberg ehf. er framsækið verslunar-, innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem hefur á að skipa þjónustumiðuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að auka lífsgæði, efla heilsu, auðvelda störf og daglegt líf. Verslun okkar hefur nokkra sérstöðu hvað vöruval og gæði snerta þar sem góð upplifun viðskiptavina er okkur mikilvæg. - Við berum umhyggju fyrir vellíðan viðskiptavina okkar, hlustum og veitum góða þjónustu. - Við njótum þess að mæta þörfum viðskiptavina okkar með góðri ráðgjöf og leggjum okkur fram við að hjálpa fólki að auka lífsgæði sín. - Við mætum hverjum og einum viðskiptavini þar sem hann er og finnum í sameiningu leiðir sem gera viðskiptavininum kleift að njóta sín og eigin heilsu. Systurfyrirækið Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. býður m.a. hjálpartæki, hjólastóla, heilbrigðisvörur og faglega ráðgjöf. Þar starfa hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, þroskaþjálfi og aðrir sérfræðingar í velferðartækni. Markmiðin eru að auðvelda fólki daglegt líf, styðja einstaklinga til sjálfshjálpar, auka vinnuvernd og hagræði. Stuðlaberg er með samninga við Sjúkratryggingar Íslands m.a. um: • Bað- og salernishjálpartæki • Barna- og hjúkrunarrúm • Gönguhjálpartæki • Hjólastóla og hjálparmótora • Viðgerðarþjónustu hjálpartækja Stuðlaberg er með rammasamning við Fjársýslu Ríkisins m.a. um: • Rafknúin Hjúkrunar- og Sjúkrarúm • Náttborð • Rúmgálga og Hliðarstuðning • Flutningsbretti og Snúningsdiska • Flutningssegl og Lyftara • Loftfest lyftukerfi • Sturtustóla • Upphækkun á salerni • Bekken og Þvagflöskur • Göngugrindur • Hjólastóla • Hnakkastóla á hjólum • Lyftihægindastóla • Blöðruskanna og Lífsmarkamæla • Krómvagna og Stálborð • Rusla- og Taugrindur • Tölvu- og Lyfjavagna Söluráðgjöf Stuðlabergs á sviði stóma- og þvagleggja er sú viðamesta hér á landi og er í höndum hjúkrunarfræðinga sem hlotið hafa sérþjálfun framleiðenda. Veitt er persónuleg aðstoð við að finna hentugar vörur á þessu sviði.
Stórhöfði 25

11-50

starfsmenn

Nýjustu störfin

Engin störf í boði