Eimskip

Eimskip

Við komum góðu til leiðar
Eimskip
Um vinnustaðinn
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2022

Jafnlaunavottun

UN Global Compact

Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Stefnur í mannauðsmálum
Markmið Eimskips er að skapa starfsfólki jöfn tækifæri í öruggu og heilbrigðu starfsumhverfi enda vita stjórnendur að árangur í rekstri félagsins byggist á þekkingu og metnaði starfsfólks. Þess vegna vinnur félagið að því að efla starfshæfni einstaklinga og hvetja þá til að nýta eigin áhuga og frumkvæði til vaxtar og persónulegra framfara.
Sjálfbærnistefna
Eimskip hefur skýra stefnu í sjálfbærnimálum og hefur sett sér metnaðarfull markmið þegar kemur að þessum málaflokkum meðal annars að vera kolefnishlutlaus árið 2040. Áhersla er lögð á jöfn tækifæri í góðu starfsumhverfi þar sem verkefnamiðað vinnurými skipar stóran sess.

1001-5000

starfsmenn

Heilsa

Heilsu og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk og fleira

Matur

Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk

Skemmtun

Öflugt starfsmannafélag sem rekur mörg frábær orlofshús víðsvegar um landið

Vinnutími

Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi

Samgöngur

Heilsu og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. samgöngustyrk