Eignaumsjón hf
Vinnustaðurinn
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Eignaumsjón hf. er umsvifamesta fyrirtæki landsins í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna og brautryðjandi í þessari þjónustu hér á landi. Fyrirtækið var stofnað haustið 2000 og býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu í rekstri fjöleignarhúsa, bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.
Gildi Eignaumsjónar eru framsækni, öryggi og fagmennska og markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu þar sem áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla.
Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda. Hjá okkur starfa nú um 50 einstaklingar, öflugur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun. Við leggjum mikið upp úr teymavinnu og góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og umhverfi sem öllum líði vel í. Vinnan er bæði krefjandi og skemmtileg og liðsheildin góð, sem skilar sér í árangri og líflegu vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagmennsku. Eignaumsjón leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem efla það og styrkja. Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum.
Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2024
Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn
Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024
Keldan í samstarfi við Viðskiptablaðið tekur saman lista á hverju rekstararári yfir þau fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar í rekstri.
VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2023
VR veitir 15 fyrirtækjum í hverjum stærðarflokki viðurkenninguna Fyrirtæki ársins út frá viðhorfi starfsmanna til helstu lykilþátta í starfsumhverfinu. Þeir eru stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuaðstaða, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, ímynd, ánægja og jafnrétti.
VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2022
VR veitir 15 fyrirtækjum í hverjum stærðarflokki viðurkenninguna Fyrirtæki ársins út frá viðhorfi starfsmanna til helstu lykilþátta í starfsumhverfinu. Þeir eru stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuaðstaða, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, ímynd, ánægja og jafnrétti.
Jafnlaunastaðfesting
Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.
Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2023
Keldan í samstarfi við Viðskiptablaðið tekur saman lista á hverju rekstararári yfir þau fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar í rekstri.
Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2022
Keldan í samstarfi við Viðskiptablaðið tekur saman lista á hverju rekstararári yfir þau fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar í rekstri.
Mannauðshugsandi vinnustaðir 2022
Til að vera meðal leiðandi íslenskra vinnustaða sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi vinnustaðir þarf að hafa á 12 mánaða tímabili keyrt mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna vinnustaðarins í hverjum ársfjórðungi eða frá fjórum til tólf sinnum á líðandi ári.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
11-50
starfsmenn
Nýjustu störfin
Engin störf í boði