Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðuneytið

Vinnustaðurinn
Dómsmálaráðuneytið
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Starfsemi dómsmálaráðuneytisins nær til þriggja málefnasviða samkvæmt lögum um opinber fjármál og snerta fjölmörg svið þjóðfélagsins. Þau varða meðal annars almannavarnir, ákæruvald, dómstóla, réttarfar, mannréttindi, fullnustu dóma, landhelgisgæslu, löggæslu, persónurétt, sýslumenn og kosningar. Hjá ráðuneytinu starfa rúmlega 50 starfsmenn og heyra um 30 stofnanir undir starfsemi þess. Starfsemi stofnana skipast eftir málefnasviðum þannig að undir málefnasviðið dómstólar heyra héraðsdómstólar, Landsréttur, Hæstiréttur og dómstólasýslan. Níu lögregluembætti, Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan, ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og Fangelsismálastofnun heyra undir málefnasviðið almanna- og réttaröryggi, og Persónuvernd, Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og níu sýslumannsembætti undir málefnasviðið réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmálaráðuneytisins. Skipurit ráðuneytisins skiptist hins vegar niður á fimm skrifstofur sem eru skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu, skrifstofa löggjafarmála, skrifstofa almanna- og réttaröryggis, skrifstofu réttinda einstaklinga og skrifstofu fjármála og rekstrar. Ráðherra, Jón Gunnarsson, fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Allar embættisfærslur starfsmanna eru gerðar í umboði ráðherra. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Borgartún 26, 105 Reykjavík

11-50

starfsmenn

Nýjustu störfin

Engin störf í boði