
Dekkjahöllin ehf
Vinnustaðurinn

Um vinnustaðinn
Dekkjahöllin – traust og reynsla í hjólbarðaþjónustu í yfir fjóra áratugi
Dekkjahöllin er framsækið þjónustufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á hjólbörðum í yfir fjóra áratugi. Fyrirtækið rekur starfstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum, í Garðabæ, Reykjanesbæ og á tveimur stöðum í Reykjavík. Á öllum stöðvum býðst fyrsta flokks hjólbarðaþjónusta, en til viðbótar eru reknar smurstöðvar á Akureyri og Egilsstöðum og þvottastöð á Akureyri. Dekkjahöllin er jafnframt öflugur innflutningsaðili á hjólbörðum frá Continental, Falken, Yokohama, Sonar og Triangle og þjónustar bæði fyrirtæki og einstaklinga um allt land.
Hjá Dekkjahöllinni starfar samheldinn hópur með mikla reynslu og þekkingu í faginu. Fjölmargir starfsmenn hafa fylgt fyrirtækinu í áratugi og samanlagður starfsaldur þeirra er til marks um gæði mannauðsins. Metnaður, þjónustulund og fagmennska eru lykilatriði í allri starfsemi, enda hefur fyrirtækið ávallt lagt áherslu á fljóta, góða og áreiðanlega þjónustu.
Við leggjum ríka áherslu á að skapa jákvæða og hvetjandi starfsmenningu sem einkennist af samvinnu, gleði og sveigjanleika. Í gegnum tíðina hefur starfsfólkið verið hornsteinn velgengni Dekkjahallarinnar og uppsöfnuð þekking þess tryggir viðskiptavinum faglega ráðgjöf og þjónustu á heimsmælikvarða.
Traust og árangur fyrirtækisins endurspeglast í viðurkenningum sem það hefur hlotið. Dekkjahöllin hefur verið valin framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo frá upphafi mælinga árið 2010 og hefur jafnframt verið útnefnt fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri af Viðskiptablaðinu og Keldunni frá 2017.
Starfsmannafélag fyrirtækisins stuðlar að samheldni og jákvæðri stemningu með reglulegum viðburðum og ferðalögum. Þannig styrkjum við liðsheildina sem gerir Dekkjahöllina að traustum samstarfsaðila bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Draupnisgata 5, 603 Akureyri


11-50
starfsmenn



